Færsluflokkur: Bloggar

Handboltinn í sjónvarpinu.

Í kjölfar umræðunnar um rúv og leikina sem að þeir sýndu ekki síðastliðinn fimmtudag þá ákvað ég að tjá mig aðeins um hvað hefur verið að gerast undanfarin ár. Kveikjan að þessu bloggi kom frá honum stórmeistara Henry Birgi en hann heldur úti topp bloggi á vísi sem að kallast utan vallar.

Málið er bara einfalt. HSÍ samdi feitt af sér þegar að það samdi við rúv. Vegna þess að mínu mati þá hefði þessi samningur sem að þeir gerðu við rúv alltof langur. ÞAð er nú bara þannig að aðstæður breytast mjög snöggt í þessum bransa og það sem að var heitt í gær þarna getur verið orðið ískalt daginn eftir. HSÍ á bara að fara að hugsa þetta með meiri bisness í huga. Það er alveg vitað að íþróttaviðburðir eru margoft færðir vegna sjónvarpsin bæði hér heima og úti í heimi. málið er að sjónvarpið hefur töluverð völd í þessum bransa. Þess vegna finnst mér óskiljanlegt að ekki séu fleiri leikir sýndir frá íslensku deildinni. það gætu til dæmis verið þættir á ánudögum sem að færu yfir hesltu tilþrif nýafstaðinnar umferðar sem og highlights frá hverjum og einum leik með smá umfjöllun. svo gætu þeir haft einn helgarleik í hverri umferð sem að er bara alltaf á sama tíma á sunnudögum. það er ekki eins og fólk sé að biðja um einhverja fótboltaumfjöllun hérna. Þá erum við komin á allt aðra bylgjulengd. það er orðin staðreynd í handboltanum hér á landi að ef að einhverjir eiga að mæta á leiki hjá félögunum þá má einfaldlega ekki vera knattspyrna í imbanum. Handboltinn er farinn að eltast við fótboltann og er það kannski ekkert skrýtið. enda ein vinsælasta íþrótt í heimi þarna á ferð.

Nú er tíminn fyrir klúbbana að spýta í lófana og elta hugmyndir körfuboltans með til að mynda öflugri heimasíðu sem að heldur mjög góða statík. Hafa öðru hverju net tíví útsendingar á heimasíðum félaganna. Taka viðtöl við leikmenn og búa til gott hype fyrir grannarimmur. Það hefði til dæmis verið hægt að hype hafnafjarðarslaginn mun betur upp með beittum viðtölum í fjölmiðlum. það eru svona hlutir sem að selja. fá karakterana í liðunum til þess að koma í blöðin og skjóta svolítið á andstæðinginn. Shaq hefur verið frægur í gegnum tíðina fyrir að hypa upp leiki með hæðnum og skemmtilegum kommentum. Þetta er ekkert sem að fjölmiðlar gera fyrir okkur. þetta þurfa félögin einfaldlega að gera sjálf. svo mætti til að mynda auglýsa leikina mun betur. senda e-mail og skrifa greinar á síður félaganna þar sem að e-mail eru send á einhverja póstlista, þar sem að farið er grunnt í greinina. skapa góða þétta umferð gegnum heimasíðu félagsins. Það er nú þannig að við búum í netvæddu samfélagi og félögin þurfa að nýta það sem að þau hafa úr að moða. Ef það þýðir að helstu fjölmiðlar landsins hafa ekki áhuga þá þurfa klúbbarnir bara að finna lausnir á því. í versta falli þurfa þau að gera þetta sjálf. Eins og ég sé þetta þá er góð heimasíða gulls ígildi.

Vekjum upp umræður sjálf og hættum að benda á einhvern annan.


Hversu oft á að sniðganga þessa íþrótt

Þetta er náttúrulega bara fyrir neðan allar hellur. Segja mannskapinn upptekin útaf kosningum 25. apríl. ég held að það yrði gott múv hjá HSÍ að endurnýja ekki þennan samning við rúv heldur frekar reyna að snúa sér að einhverri annarri stöð. Sjáum bara hvað Sýn gerði fyrir körfuboltann á sínum tíma. það þarf að hafa einhvern metnað í þessu. Annars getur maður alveg sleppt þessu. Skandall
mbl.is Ekki sýnt beint vegna kosninganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

klikkuðu á endasprettinum!

horfði á leikinn á vefnum og guð minn almáttugur. Flensburg eins og þeir eru eitt af mínum uppáhaldsliðum þá verð ég að játa það að þeir áttu ekki skilið að fara áfram eftir frammistöðu sína í þessari rimmu. Bæði í þessum leik og hinum var Mogesen og boesen nánast týndir allan leikinn. Oscar Carlen var maðurinn sem að hélt þeim á floti. Verð samt að hrósa honum Jacob Heinl í vörn flensburg. Kom inn fyrir johnny jensen og það er stórt skarð að fylla í án efa einni af betri 6-0 vörnum heims. Vona samt að hinar viðureignirnar eigi eftir að verða jafn spennandi og þessi var.
mbl.is Sigur í Hamburg dugði ekki til hjá Flensburg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá hvað sumir verða sárir!

Ég er ekki alveg að kaupa þetta frá Króatíska handknattleikssambandinu. Eru örugglega bitrir yfir ummælum dómaranna vegna einkasamkvæmisins sem innihélt portkonur hefði verið opinberað af þeim. Sá þennan leik og það var ekkert að dómgæslunni. Menn eru alveg búnir missa sig útaf þssum dómararmálum. Greyið dómararnir orðnir skotspónn allra.
mbl.is Dómurum úrslitaleiks HM mútað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við að ræða dinosaurið!

Ef að maðurinn hefði haldist heill og spilað af meiri skynsemi væri hann án efa einn af þeim betri í dag. Gjörsamlega hálfur maður í dag enda að eltast við kvikmyndaferilinn frekar en körfuboltann.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband